Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 16:48:49 (5831)

1997-05-05 16:48:49# 121. lþ. 116.3 fundur 237. mál: #A Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga# frv., SF (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[16:48]

Siv Friðleifsdóttir (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Mér finnst fráleitt ef við förum að stöðva atkvæðagreiðslu vegna þessa máls. Þessi grein sem við erum að ræða hljómar eins núna og þegar frv. var lagt fram. Það er engin breyting þar á og það er afar leitt ef stjórnarandstaðan hefur annan skilning á þessu heldur en hér er verið að lýsa.

Minn skilningur hefur alltaf verið sá að ef slíkt ástand kæmi upp, hálfgert neyðarástand í einhverri stétt, þá væri hægt að grípa þar inn í og það er þá annaðhvort Alþingi eða ríkisstjórn sem gæti gert það. Þannig hefur minn skilningur verið á þessu máli og ég er mjög hissa að annar skilningur sé hér uppi. En mér finnst sjálfsagt að við tökum þetta í nefndina og ræðum það frekar ef það gæti hugsanlega orðið til þess að fleiri mundu styðja málið. Það er sjálfsagt mál.