Helgidagafriður

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 18:08:19 (5854)

1997-05-05 18:08:19# 121. lþ. 116.9 fundur 31. mál: #A helgidagafriður# (heildarlög) frv., ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[18:08]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Lög um helgidagafrið verða með samþykkt þessa frv. skýrari en þau hafa verið og því líklegri til að veita launafólki skárri vörn og hald til að standa gegn kröfum atvinnurekenda um að vera skipað til vinnu á helgidögum. Sérstaklega á þetta við um jóladag. Hins vegar er opnað á meiri viðskiptastarfsemi en verið hefur, sérstaklega yfir páskahelgina, enda eru einstaklingar og fjölskydur á faraldsfæti þá og nauðsynlegt að veita þeim ákveðna þjónustu. En á þessu eru tvær hliðar. Lög um helgidagafrið eru til þess að verja einstaklinga og verja fjölskyldur gegn því að vera skipað til að þjónusta annað fólk. Þess vegna vil ég nota þetta tækifæri, þegar ég geri grein fyrir atkvæði mínu og afstöðu minni, að ég vil taka undir það sem fram hefur komið frá verslunarmönnum að nauðsynlegt er að sett verði rammalöggjöf um afgreiðslutíma verslana eins og tíðkast í nágrannalöndum til þess að verja einstaklingsfrelsið.