Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 18:18:59 (5856)

1997-05-05 18:18:59# 121. lþ. 116.3 fundur 237. mál: #A Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga# frv., forsrh. (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[18:18]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að staðfesta það viðhorf sem kom fram hjá hæstv. félmrh. hér fyrr að af ríkisstjórnarinnar hálfu er ekki útilokað að ríkissjóður komi til skjalanna, ef Alþingi samþykkir, til að koma í veg fyrir að tryggingasjóðurinn komist í þrot. Með öðrum orðum geta orðin ,,auknar tekjur`` þýtt aukin iðgjöld og/eða aukin framlög ríkissjóðs.

Ég vil taka þetta fram að gefnu tilefni.