Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 18:38:52 (5857)

1997-05-05 18:38:52# 121. lþ. 116.3 fundur 237. mál: #A Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga# frv., BH (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[18:38]

Bryndís Hlöðversdóttir (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þótt yfirlýsing hæstv. forsrh. hér áðan hafi á engan hátt verið trygging fyrir því að þetta mikilvæga atriði, þ.e. baktrygging ríkissjóðs, hafi verið komið í höfn, þá tel ég að þessi þróun málsins hafi skapað málinu betri stöðu en á horfðist í upphafi. En þar sem hér er þó ekki um neina tryggingu að ræða munum við hjá þingflokki Alþb. og óháðra sitja hjá við afgreiðslu málsins við þessa atkvæðagreiðslu eins og við hugðumst í fyrstu, en meta endanlega afstöðu okkar til málsins fyrir 3. umr. og þá eftir að málið hefur verið skoðað betur í hv. félmn.