Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 18:46:54 (5863)

1997-05-05 18:46:54# 121. lþ. 116.3 fundur 237. mál: #A Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga# frv., BH (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[18:46]

Bryndís Hlöðversdóttir (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hæstv. félmrh. bætir stöðugt um betur í yfirlýsingum sínum því nú hefur hann lýst því yfir að hann ætli ekki að standa að því að tryggja jafnræði með sjóðunum að þessu leyti. Það má því segja að öll umræðan í dag vegna þeirra orða hæstv. félmrh. um að það væri opin leið, eins og hann orðaði það, --- það er einhvers staðar til útprentun á orðum hans hér áðan --- í ríkissjóð að þessu leyti, er í raun og veru til einskis. Ég vil því ítreka að ég lít svo á að hv. félmn. verði að taka þetta mál upp í nefndinni aftur og tek undir með hv. formanni hennar að það verði gert og málið tekið til endurskoðunar að öllu leyti hvað þetta varðar.