Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 19:03:46 (5868)

1997-05-05 19:03:46# 121. lþ. 116.3 fundur 237. mál: #A Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga# frv., BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[19:03]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Þessi grein endurspeglar það ójafnræði sem frv. býður upp á verði það samþykkt. Greinin fjallar um úthlutunarnefnd sjóðsins en í henni eiga sæti fulltrúar Bændasamtaka Íslands, Landssambands smábátaeigenda, Landssambands vörubílstjóra og annarra starfsgreinasamtaka, þó þannig að séu fleiri en ein starfsgreinasamtök í sömu deild sjóðsins skulu þau sameiginlega tilnefna einn nefndarmann.

Þarna eru 4.500 manna hópi, sem þessir þrír aðilar standa að af a.m.k. 20 þúsund manna hópi, tryggð þrjú sæti í nefndinni en hinum 15.500 væri þess vegna hægt að skella saman í fáar deildir og því fylgdu jafnfáir fulltrúar í úhtlutunarnefnd. Þar sem úthlutunarnefnd ákveður fyrirkomulag á afgreiðslu bóta er þetta algjörlega óviðunandi misræmi á milli starfsgreina sem er óútfært í þokkabót og því mun ég sitja hjá við afgreiðslu þessarar greinar.