Kaup skólabáts

Þriðjudaginn 06. maí 1997, kl. 16:42:34 (5917)

1997-05-06 16:42:34# 121. lþ. 117.17 fundur 310. mál: #A kaup skólabáts# þál., Frsm. VE
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur

[16:42]

Frsm. sjútvn. (Vilhjálmur Egilsson):

Hæstv. forseti. Ég vil í framhaldi af ræðu hv. þm. Svavars Gestssonar taka fram að menntmrn. gaf ekki formlega umsögn um málið. Hins vegar tjáðu sig fjölmargir aðilar í skólum um það. Eitt af því sem þarf að sjálfsögðu að kanna í sambandi við málið er rekstrargrundvöllur fyrir starfsemi bátsins. Ég er sammála hv. þm. um það að best væri að sú nefnd sem fær þetta til umfjöllunar sé sem minnst í rauninni og að þar komi þá að fulltrúi menntmrn. eða skólayfirvalda eftir því sem þörf er á og hægt sé að ganga rösklega til verks í þessu máli. Ég tel að mikill akkur væri í því ef hægt yrði að reka slíkan skólabát og hann hefði fjárhagslegan grundvöll fyrir starfsemi sinni.

Það er hins vegar ljóst að þeir skólar sem hyggjast njóta þjónustu bátsins munu að einhverju leyti þurfa að standa undir þeim kostnaði sem af rekstri hans hlýst.