Fæðingarorlof

Þriðjudaginn 06. maí 1997, kl. 17:35:47 (5928)

1997-05-06 17:35:47# 121. lþ. 117.21 fundur 453. mál: #A fæðingarorlof# (veikindi móður eða barns o.fl.) frv., MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur

[17:35]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Kristínu Ástgeirsdóttur fyrir þessar upplýsingar. Engu að síður er það nú þannig að við erum í heilbr.- og trn. að fjalla um lög um fæðingarorlof. Þessi þáltill. um fjölskyldustefnu er ákveðin stefna eða viljayfirlýsing í þessum efnum. Það hefði hins vegar verið mun betra og sterkara ef Alþingi hefði borið gæfu til að samþykkja það afdráttarlaust fyrir þinglok að feður ættu þennan rétt og þau skref sem við værum tilbúin til að stíga í þeim efnum.