Fæðingarorlof

Þriðjudaginn 06. maí 1997, kl. 17:48:12 (5930)

1997-05-06 17:48:12# 121. lþ. 117.21 fundur 453. mál: #A fæðingarorlof# (veikindi móður eða barns o.fl.) frv., KÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur

[17:48]

Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. (Gripið fram í: Talar þú fyrir hönd Framsfl.?) Ég ætlaði einmitt að taka það fram í upphafi að ég ætla ekki að svara fyrir Framsfl., það verða þeir að gera sjálfir. Hins vegar vil ég reyna að hugga hv. þm. sem hefur litla trú á að eitthvað gerist í málefnum feðra á næstunni. Ég get svo sem tekið undir það með honum að sennilega eru ekki miklar líkur á úrbótum á þessu kjörtímabili. Hins vegar hefur hæstv. félmrh. spáð því að núv. stjórnarandstöðuflokkar muni komast til valda í næstu kosningum og þá verður að sjálfsögðu tækifæri til að taka á þessum málum.