Úrbætur í öryggismálum sjómanna

Miðvikudaginn 07. maí 1997, kl. 14:07:46 (5952)

1997-05-07 14:07:46# 121. lþ. 118.4 fundur 416. mál: #A úrbætur í öryggismálum sjómanna# fsp. (til munnl.) frá samgrh., samgrh. (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur

[14:07]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég óska eftir því að hv. þm. verði gefinn kostur á því að tala um störf þingsins áður en honum er gefið orðið um næstu fyrirspurn ef ske kynni að honum kæmi í hug að draga fyrirspurnina til baka þar sem ég hef með sama hætti svarað efnislega þeirri fyrirspurn sem hún hyggst nú mæla fyrir á blaðamannafundi.