Dómar, skaðabætur og fjöldi grófra líkamsárása

Miðvikudaginn 07. maí 1997, kl. 15:16:22 (5976)

1997-05-07 15:16:22# 121. lþ. 118.9 fundur 600. mál: #A dómar, skaðabætur og fjöldi grófra líkamsárása# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., dómsmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur

[15:16]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Vegna fyrirspurnar hv. þm. um endurskoðun á hegningarlögunum get ég staðfest að í undirbúningi er að hefja slíka endurskoðun, m.a. með tilliti til þeirra álitaefna sem hér eru uppi.

Að öðru leyti vil ég aðeins bæta við það svar sem hér liggur fyrir að á árinu 1996 námu greiðslur ríkissjóðs til þolenda afbrota, samkvæmt lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota sem öðluðust gildi um mitt síðasta ár, rúmum 15 millj. kr. og sú upphæð rann til 42 þolenda afbrota.