Staða þjóðkirkjunnar

Miðvikudaginn 07. maí 1997, kl. 19:39:31 (5991)

1997-05-07 19:39:31# 121. lþ. 119.25 fundur 301. mál: #A staða þjóðkirkjunnar# frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur

[19:39]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla ekki að fara út í umræður um eignarrétt kirkjunnar hér, það er ekki hægt að gera í stuttum andsvarsandarteppustíl. Kirkjan hefur verið hluti af íslensku þjóðfélagi, hún hefur verið ein af meginstofnunum íslensks þjóðfélags og ég held að það sé verið að bjóða upp á mjög langa og mikla umræðu um þau efni þar sem ég vil hafa allan fyrirvara á. En ég ætla ekki að fara út í nánari umræður um þetta hér að öðru leyti en því að lýsa yfir fyllsta fyrirvara þegar komið er út í þá sálma.