Skipan prestakalla

Föstudaginn 09. maí 1997, kl. 14:43:46 (6010)

1997-05-09 14:43:46# 121. lþ. 120.11 fundur 241. mál: #A skipan prestakalla# (starfsþjálfun guðfræðikandídata) frv., KÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur

[14:43]

Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er nefnilega mergurinn málsins að ef ákveðið verður að lengja tímann aftur þá mun þessi breyting bitna á ákveðnum hópi guðfræðikandídata. Það verður ákveðinn hópur sem lendir í því að fá minni starfsþjálfun. Og ef guðfræðideildin telur að þörf sé á lengri starfsfræðslu þá er ekki ólíklegt að reynt verði að þrýsta á að svo verði þannig að niðurstaðan verður sú að það verður ákveðinn hópur guðfræðikandídata sem verður fórnarlamb þessa niðurskurðar. Og það er ekki ásættanlegt, herra forseti.