Skipan prestakalla og prófastsdæma

Föstudaginn 09. maí 1997, kl. 15:02:21 (6020)

1997-05-09 15:02:21# 121. lþ. 120.12 fundur 591. mál: #A skipan prestakalla og prófastsdæma# frv., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur

[15:02]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Aðeins örlítil spurning í tilefni af þessu frv. sem allshn. flytur hér að beiðni hæstv. dómsmrh. Einn liður frv. lýtur að því að heimila ráðningu aðstoðarprests við Grafarvogsprestakall. Nú hefðu margir talið eðlilegt að sókninni væri frekar skipt upp. Þar eru nú 13 þúsund manns og fer ört fjölgandi. En rökin sem eru færð gegn því eru vafalaust góð og gild. En þau rök sem hv. þm. Sólveig Pétursdóttir flutti voru tvenns konar, annars vegar lega sóknarinnar og hins vegar samsetning íbúanna. Mér þætti vænt um ef hv. þm. skýrði út fyrir mér hvað felst í þessu: ,,samsetning íbúanna``.