Skipan prestakalla og prófastsdæma

Föstudaginn 09. maí 1997, kl. 15:51:48 (6040)

1997-05-09 15:51:48# 121. lþ. 120.12 fundur 591. mál: #A skipan prestakalla og prófastsdæma# frv., Frsm. SP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur

[15:51]

Frsm. (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er rétt hjá hv. þm. að það liggur ekki nákvæmlega fyrir um hvaða fjölda er að ræða í þessum sóknum er hann ræddi hér um. Ég tel að ugglaust væri hægt að útvega honum þær upplýsingar. En varðandi vígslubiskupinn á Hólum þá var það mál rætt sérstaklega í allshn. og talið að þar væri um minna umdæmi að ræða og minni umsvif og þess vegna ættu þessar breytingar sér eðlilegar skýringar.