Skipan prestakalla og prófastsdæma

Föstudaginn 09. maí 1997, kl. 15:52:44 (6041)

1997-05-09 15:52:44# 121. lþ. 120.12 fundur 591. mál: #A skipan prestakalla og prófastsdæma# frv., ÓÞÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur

[15:52]

Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar):

Herra forseti. Ég hef staðið í þeirri trú að biskupsumdæmi Hóla væri hið forna svæði, þ.e. Norðurland og Austurland. Ef það er ekki Austurland, eins og hér er hvíslað framan úr sal, finnst mér eðlilegt að því sé breytt, að Hólastifti fái það umdæmi sem það hafði því það er ekkert sem kemur í veg fyrir að hægt sé að sinna Austurlandi líka frá Hólum. Og þess jafnræðis sé þá gætt sem ég var að tala um. Að öðru leyti vona ég að hv. formaður allshn. verði við því að koma með upplýsingar um þessi atriði þannig að ekki sé verið að tefja þetta mál út á það að menn séu að deila um hluti sem hægt er að hafa alveg á hreinu.