Skipan prestakalla og prófastsdæma

Föstudaginn 09. maí 1997, kl. 15:53:53 (6042)

1997-05-09 15:53:53# 121. lþ. 120.12 fundur 591. mál: #A skipan prestakalla og prófastsdæma# frv., HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur

[15:53]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Gjarnan vil ég reyna að varpa ljósi á það sem hv. þm. Ólafur Þ. Þórðarson nefndi áðan. Ég er ánægður með að heyra að hann vill að jafnræði sé á milli embætta vígslubiskupanna í Skálholti og Hólum og virði það sjónarmið. Á hitt er að líta að vígslubiskup á Hólum hefur mun minna umdæmi og færri sóknir í sínu prestakalli þannig að þar er nokkur munur á milli. Vígslubiskup í Skálholti mun vafalaust hafa messuskyldu áfram í dómkirkjunni í Skálholti og til tals hefur komið í Hólaprestakalli og í Hólastifti og innan prófastsdæmisins, Skagafjarðarprófastsdæmis, að ein sóknin, Rípursókn, færist úr Hólaprestakalli í annað prestakall þannig að það minnki einnig vegna aukins umfangs starfs vígslubiskupsins. En það að Hólastifti fái það sem það áður hafði --- líka Austurland, kannast ég ekki við. Hólastifti hefur verið Norðurland en Skálholtsstifti Suðurland, Austurland, Vesturland og Vestfirðir. Þannig að það er töluverður munur á milli.