Umferðarlög

Föstudaginn 09. maí 1997, kl. 17:32:45 (6061)

1997-05-09 17:32:45# 121. lþ. 120.15 fundur 61. mál: #A umferðarlög# (hlífðarhjálmar fyrir hjólreiðar) frv., Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur

[17:32]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Vegna fyrirspurna hv. þm. vill forseti geta þess að hann hafði ráðgert að aflokinni umræðu um 15. dagskrármálið að taka til við hið níunda, þ.e. frv. um stöðu þjóðkirkjunnar, og freista þess að ljúka þeirri umræðu. Þar eru tveir hv. þm. á mælendaskrá og væri hægt að vænta þess að þingfundi gæti þá lokið upp úr sex miðað við allt og allt með einhverjum fyrirvörum til og frá.