Umferðarlög

Föstudaginn 09. maí 1997, kl. 17:42:18 (6070)

1997-05-09 17:42:18# 121. lþ. 120.15 fundur 61. mál: #A umferðarlög# (hlífðarhjálmar fyrir hjólreiðar) frv., Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur

[17:42]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill geta þess að honum er kunnugt um að hann er einn úr forsætisnefnd og stýrir vitaskuld fundi á meðan hann situr hér. Forseti vill samt sem áður freista þess áður en kemur til frestunar þessa fundar að ljúka því dagskrármáli sem hér er til umræðu, þ.e. 15. dagskrárlið, umferðarlög. Þar er enginn á mælendaskrá og hreyfi enginn andmælum vill forseti líta þannig til að fleiri hafi ekki kvatt sér hljóðs undir þeim dagskrárlið og er þeirri umræðu lokið og atkvæðagreiðslu frestað. Að svo komnu máli verður forseti við tilmælum um að fresta þessum fundi til að fulltrúar þingflokkanna geti sest niður til skrafs og ráðagerða um framhald mála.