Staða þjóðkirkjunnar

Föstudaginn 09. maí 1997, kl. 18:21:38 (6075)

1997-05-09 18:21:38# 121. lþ. 120.9 fundur 301. mál: #A staða þjóðkirkjunnar# frv., ÓÞÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur

[18:21]

Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil undirstrika að Alþingi Íslendinga hefur samþykkt mjög marga sjóði sem eru í vörslu og eftirliti ríkisins, sem eru með þeim ákvæðum að höfuðstólinn má ekki skerða, það má aðeins taka vextina. En höfuðstóllinn hefur orðið að engu vegna verðbólgunnar alveg eins og þessi höfuðstóll. Eigi að taka þetta upp þarf að breyta þessu öllu og bæta þetta allt. Mér sýnist að það sé óframkvæmanlegt og standist ekki væri farið með það fyrir dómstóla.

Hitt atriðið sem ég vildi koma á framfæri aftur og árétta er að frumástæðan fyrir samningnum 1907 milli kirkjunnar og ríkisvaldsins var sú staðreynd að launakerfið gekk ekki upp eins og það var þó að ég geti tekið undir það með séra Hjálmari að oft verður það til þess að bændur sýna meiri rækt landi ef þeir eiga það sjálfir, en engu að síður orti vestfirska skáldið Guðmundur Ingi:

  • Ég rækta ei arðsins vegna
  • þá veldi ég aðra leið.
  • En óræktin hefur hrópað
  • svo hátt að mig sveið.
  • Og það var eins um föður minn.