Staða þjóðkirkjunnar

Mánudaginn 12. maí 1997, kl. 13:04:52 (6105)

1997-05-12 13:04:52# 121. lþ. 121.20 fundur 301. mál: #A staða þjóðkirkjunnar# frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur

[13:04]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. dómsmrh. fyrir svörin. Ég er sammála honum um að það verði að finna skuldbindingum ríkisins annan farveg ef kemur til breytinga t.d. á stjórnarskránni. En ég spurði sérstaklega um tvær greinar stjórnarskrárinnar, þ.e. um 72. gr. og hvort það er hans skilningur --- segjum að einhvern tímann í framtíðinni verði stjórnarskránni breytt --- að sú eign sem núna er afgreidd með þessu frv., þ.e. 138 prestslaun, verði þá þær bætur sem ríkið þyrfti að greiða kirkjunni samkv. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Einnig spurði ég um 65. gr., um jafnræði með tilliti til trúfélaga og hvort ráðherra hefði ekki áhyggjur af því að með því að styðja eitt trúfélag svo mun meira en önnur, þ.e. að hafa bara ekki almenna hækkun og stjórn á sóknargjöldum, sé verið að brjóta 65. gr. stjórnarskrárinnar.