Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 12. maí 1997, kl. 15:26:46 (6117)

1997-05-12 15:26:46# 121. lþ. 121.21 fundur 108. mál: #A stjórn fiskveiða# (úrelding fiskiskipa) frv., Frsm. EOK (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur

[15:26]

Frsm. sjútvn. (Einar Oddur Kristjánsson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. sjútvn. á þskj. 1099.

Nefndin hefur fjallað um málið og bárust henni umsagnir um það frá Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Fiskifélagi Íslands, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Landssambandi smábátaeigenda, Samtökum iðnaðarins, Sjómannasambandi Íslands og Vélstjórafélagi Íslands.

Á fundi nefndarinnar 22. apríl sl. gerði Árni Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, grein fyrir því að sjávarútvegsráðherra hefði nú í febrúar skipað starfshóp til að fjalla um endurnýjunarreglur fiskiskipa. Í ljósi þess telur sjávarútvegnefnd rétt að fela þeim starfshópi að skoða vel þær breytingar sem frumvarpið felur í sér og leggur því til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Auk mín skrifa undir þetta nál. Steingrímur J. Sigfússon, formaður nefndarinnar, Guðmundur Hallvarðsson, Sighvatur Björgvinsson, Árni R. Árnason, Hjálmar Árnason, Stefán Guðmundsson, Vilhjálmur Egilsson og Lúðvík Bergvinsson.