Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 12. maí 1997, kl. 15:28:17 (6118)

1997-05-12 15:28:17# 121. lþ. 121.22 fundur 341. mál: #A Stjórn fiskveiða# (veiðiskylda) frv., Frsm. EOK (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur

[15:28]

Frsm. sjútvn. (Einar Oddur Kristjánsson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. sjútvn. um frv. til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 38/1990, með síðari breytingum.

Nefndin hefur fjallað um málið og farið yfir umsagnir sem bárust frá Samtökum fiskvinnslustöðva, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Landssambandi smábátaeigenda, Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands og Sjómannasambandi Íslands.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Auk mín skrifa undir þetta nál. Steingrímur J. Sigfússon, Guðmundur Hallvarðsson, Hjálmar Árnason, Lúðvík Bergvinsson, Vilhjálmur Egilsson, Stefán Guðmundsson og Árni R. Árnason.

Sighvatur Björgvinsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.