Staða þjóðkirkjunnar

Mánudaginn 12. maí 1997, kl. 16:46:08 (6142)

1997-05-12 16:46:08# 121. lþ. 122.1 fundur 301. mál: #A staða þjóðkirkjunnar# frv., SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur

[16:46]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Ég sat hjá við 1. gr. vegna þess að ég vildi ekki blanda mér í þessa aldagömlu deilu um heilaga þrenningu og tel að það sé ekki hlutverk Alþingis vegna þess að við störfum hér samkvæmt stjórnarskrá sem byggist á trúfrelsi. Hins vegar styð ég meginefni frv., þ.e. að styrkja sjálfstæði kirkjunnar andspænis ríkisvaldinu. Þess vegna mun ég styðja greinar þær sem hér á eftir fara, herra forseti.