Staða þjóðkirkjunnar

Mánudaginn 12. maí 1997, kl. 17:10:09 (6148)

1997-05-12 17:10:09# 121. lþ. 122.1 fundur 301. mál: #A staða þjóðkirkjunnar# frv., ÓÞÞ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur

[17:10]

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Ég tel að sú lagaskýring sem sett hefur verið fram af kirkjunnar mönnum sé á misskilningi byggð og þess vegna sé sú hugmynd sem hér er sett fram óþörf. Alþingi getur hvenær sem er tekið þetta mál upp til endurskoðunar og í ljósi þess hef ég stutt þetta mál. Ég minni líka á það sem fram kom í ágætri kvikmynd, Djöflaeyjunni, að þar fór mjög illa fyrir húsbóndanum í það eina skipti sem hann þrjóskaðist við að borga. Og ég vona að það verði víti til varnaðar.