Fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala

Mánudaginn 12. maí 1997, kl. 17:19:38 (6150)

1997-05-12 17:19:38# 121. lþ. 122.5 fundur 28. mál: #A fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala# (heildarlög) frv., ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur

[17:19]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Með þessu ákvæði er verið að draga úr neytendavernd í fasteignaviðskiptum frá því sem nú er. Í stað þess að kaupendur fasteigna fái lögum samkvæmt tryggingu vegna allra brota fasteignasalans eru nú undanþegin ásetningsbrot af hans hálfu. Rökin eru þau að lögfræðingar sem einnig annast fasteignaviðskipti hafi ekki slíka tryggingu. En í stað þess að samræma upp á við og auka vernd kaupandans þá er ákveðið með þessari lagabreytingu að samræma niður á við.

Ég tek undir það sem hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir sagði í sinni skýringu að hvergi, hvergi er eins mikil þörf á neytendavernd og í fasteignaviðskiptum þar sem oft er um að ræða aleigu fólks. Þess vegna greiði ég atkvæði gegn þessari breytingu.