Umferðarlög

Mánudaginn 12. maí 1997, kl. 17:27:16 (6153)

1997-05-12 17:27:16# 121. lþ. 122.6 fundur 487. mál: #A umferðarlög# (ölvunarakstur, vátryggingarfjárhæðir o.fl.) frv., JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur

[17:27]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Með skaðabótalögunum voru bætur til einstaklinga vegna alvarlegra slysa hækkaðar verulega. Vátryggingaeftirlitið hefur ítrekað, frá setningu skaðabótalaganna, bent á nauðsyn þess að hækka vátryggingarfjárhæðir í umferðarlögum til samræmis við ákvæði skaðabótalaga. Þetta ákvæði frv. felur í sér að hækkanir á vátryggingarfjárhæðum umferðarlaga til samræmis við breytingar sem gerðar voru á skaðabótalögunum sem tóku gildi 1. júlí 1993 falli brott úr frv. Minni hlutinn leggst gegn þeim tillögum meiri hlutans að fella brott ákvæði 7. og 8. gr. frv. og styður hæstv. dómsmrh. í því að hækka vátryggingarfjárhæðir umferðarlaga til samræmis við ákvæði skaðabótalaga.