Landmælingar og kortagerð

Mánudaginn 12. maí 1997, kl. 17:39:37 (6157)

1997-05-12 17:39:37# 121. lþ. 122.9 fundur 159. mál: #A landmælingar og kortagerð# (heildarlög) frv., HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur

[17:39]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Þetta frv. er óskaplegt örverpi um málefni sem ástæða hefði verið til að lyfta frá því sem verið hefur, einnig fjárhagslega. 9. gr. frv. kveður þó á um að Landmælingar Íslands láti gera áætlun til fjögurra ára í senn um verkefni stofnunarinnar er taki m.a. mið af fyrirhuguðum framkvæmdum innan lands o.s.frv., og því verði raðað í forgangsröð.

Meiri hluti umhvn. leggur til að þetta ákvæði sé fellt út og segir það kannski sitt um það hvaða hugur fylgir máli í þessu annars mikilsverða máli sem eru landmælingar og kortagerð. Ég segi nei.