Tekjuskattur og eignarskattur

Mánudaginn 12. maí 1997, kl. 17:50:05 (6158)

1997-05-12 17:50:05# 121. lþ. 122.13 fundur 528. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (skatthlutfall, barnabætur o.fl.) frv., ÁE (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur

[17:50]

Ágúst Einarsson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Nú kemur til atkvæða stjfrv. um breytingu á tekjuskatti og eignarskatti. Stjórnarandstaðan stendur sameiginlega að minnihlutaáliti sem gerð var grein fyrir hér áðan. Frv. tengist að nokkru leyti kjarasamningum og hluta af vinnumarkaði. Stjórnarandstaðan mun ekki leggjast gegn þessu frv., það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Við munum styðja 1. brtt. meiri hlutans vegna þess að hún er samhljóða frv. frá einum stjórnarandstöðuþingmanni, Guðmundi Árna Stefánssyni, sem horfir mjög til bóta. Við munum styðja það ákvæði brtt. en að öðru leyti munum við sitja hjá við afgreiðslu málsins. Við höfum bent ítrekað á að við hefðum kosið að skattalækkanir hefðu verið með öðrum hætti og þá sérstaklega gagnvart barnafólki sem kemur satt best að segja ekki vel út úr þeim breytingum sem hér er verið að gera. Stjórnarandstaðan hefur á öðrum vettvangi lagt fram tillögur til breyttrar skattálagningar á því sviði, einkum gagnvart millitekjufólki og barnafjölskyldum. Við atkvæðagreiðslu um þetta mál munum við styðja fyrrgreinda brtt. en að öðru leyti sitja hjá við afgreiðslu málsins.