Aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum

Mánudaginn 12. maí 1997, kl. 20:50:48 (6168)

1997-05-12 20:50:48# 121. lþ. 122.24 fundur 90. mál: #A aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum# (EES-reglur, vinnuvernd barna og ungmenna) frv., SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur

[20:50]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt að ráðherra á að setja reglugerð. En hins vegar er það ekki mjög óljóst í mínum huga hvernig það er gert vegna þess að í þessum lagatexta kemur mjög skýrt fram við hvað ráðherrann á að styðjast þegar reglugerð verður sett. Það eru því alveg ákveðnar línur sem ráðherrann verður að fara eftir og kemst ekkert fram hjá. Þau lög sem við erum að setja eru mjög afdráttarlaus varðandi þær reglur sem verða settar þannig að í mínum huga er þetta mjög skýrt.