Opinber fjölskyldustefna

Mánudaginn 12. maí 1997, kl. 23:11:56 (6185)

1997-05-12 23:11:56# 121. lþ. 122.25 fundur 72. mál: #A opinber fjölskyldustefna# þál., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur

[23:11]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég vona að hæstv. félmrh. sé sannspár í þessum efnum. Vegna orða hv. formanns félmn. vona ég að það sé rétt að ekki verði hægt að hafna tillögum eins og þeirri að auka rétt feðra til fæðingarorlofs verði þessi þáltill. samþykkt. Ég vona að það verði líka til þess að þingmál til úrbóta sem lögð eru fram til þess að styðja við fjölskylduna fari greiðar í gegnum nefndirnar og þingið en hingað til því þær hafa ekki hreyfst eftir að mælt hefur verið fyrir þeim hér, sérstaklega ef stjórnarandstæðingur hefur átt í hlut. Ég vona svo sannarlega að það verði reyndin að hægt verði að ná einhverjum úrbótum því að staðan eins og hún er núna er afleit í málefnum fjölskyldunnar.