Tilkynning um dagskrá

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 10:33:29 (6230)

1997-05-13 10:33:29# 121. lþ. 123.91 fundur 328#B tilkynning um dagskrá#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[10:33]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Það fer fram utandagskrárumræða um rekstur Fríhafnarinnar í Leifsstöð um kl. hálftvö í dag. Málshefjandi er Guðmundur Árni Stefánsson og utanrrh. verður til andsvara. Þetta er hálftíma umræða.

Um fundarhaldið í dag vill forseti taka fram að nú í upphafi þessa fundar fer fram atkvæðagreiðsla um tíu fyrstu dagskrármálin. Það verður hlé milli kl. eitt og hálftvö og þá, eins og sagt var áðan, verður utandagskrárumræðan um kl. hálftvö. Síðan má búast við atkvæðagreiðslum um kl. fjögur í dag en gerð verður nánar grein fyrir því síðar.