Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 10:54:49 (6235)

1997-05-13 10:54:49# 121. lþ. 123.3 fundur 237. mál: #A Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga# frv., KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[10:54]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Hv. félmn. kannaði þetta mál lítillega milli 2. og 3. umr. og við þá könnun varð ljóst að ekki er vilji til þess að taka af öll tvímæli í lögunum um að ríkissjóður verði baktrygging fyrir hinn nýja Tryggingasjóð, komist deildirnar í þrot. Við 2. umr. komu fram heldur loðnar yfirlýsingar félmrh. og forsrh. og þær duga ekki. Réttur einyrkja og sjálfstætt starfandi er illa tryggður í þessu frv. Þar af leiðandi er afstaða okkar óbreytt og við kvennalistakonur greiðum ekki atkvæði með þessu frv.