Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 10:56:59 (6237)

1997-05-13 10:56:59# 121. lþ. 123.3 fundur 237. mál: #A Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga# frv., SF (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[10:56]

Siv Friðleifsdóttir:

Herra forseti. Yfirlýsingar bæði hæstv. félmrh. og hæstv. forsrh. taka að mati meiri hlutans af öll tvímæli um að ríkisstjórnin getur komið inn með aukið fé ef mjög illa fer í ákveðinni atvinnugrein.

Varðandi það að gerðar hafi verið tugir breytinga á þessu frv. og að það sé illa unnið þá er það ekki rétt. Þessar breytingar voru að mestu leyti vegna breytinga sem voru gerðar á atvinnuleysistryggingafrv. sem við samþykktum fyrr á þessu þingi þannig að þær voru einungis tæknilegar til þess að þetta frv. væri í samræmi við hið fyrra. Það er því alls ekki rétt að þetta hafa verið illa unnið.