Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 11:01:28 (6238)

1997-05-13 11:01:28# 121. lþ. 123.5 fundur 409. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# frv., GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[11:01]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Virðulegi forseti. Þessi brtt. er fram komin til að tryggja það, að minnsta kosti á meðan þessir nýju hlutafélagabankar verða að fullu og öllu í eigu ríkissjóðs, að koma kjörum bankastjóra sem með réttu hafa verið gagnrýnd mjög harðlega úti í samfélaginu, í vitrænt form. Nú reynir á það hvort hin stóru orð sem látin hafa verið falla í þessum þingsal í almennri umræðu um þessi mál skipta nokkru máli og hvort menn vilji í raun og sanni taka á því vandamáli sem þarna er sannarlega til staðar. Það verður fylgst vel með því og rifjað upp aftur og aftur þegar fram líða stundir hvernig menn greiða hér atkvæði. Ég segi vitaskuld: Já.