Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf.

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 11:08:14 (6245)

1997-05-13 11:08:14# 121. lþ. 123.6 fundur 408. mál: #A Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf.# frv., ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[11:08]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Stjórnarandstaðan hefur lagt til allt aðra málsmeðferð við uppstokkun á fjárfestingarlánasjóðunum. Sú málsmeðferð og aðrar tillögur okkar voru felldar við fyrri umræður þessa máls. Málið er ekki nógu vel undirbúið og stuðlar ekki að nauðsynlegri uppstokkun á fjármálasviðinu. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og við greiðum þessu máli því ekki atkvæði hér við lokaafgreiðslu þess.