Afgreiðsla mála á fundinum

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 11:22:51 (6252)

1997-05-13 11:22:51# 121. lþ. 123.92 fundur 330#B afgreiðsla mála á fundinum# (um fundarstjórn), SvG
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[11:22]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Vilhjálmi Egilssyni fyrir að greiða fyrir þingstörfum og tæta af sér brandarana. Það er skemmtilegt. En veruleikinn er nú sá að það kemur fyrir að þingmenn þurfa t.d. að skrifa nál. og að undirbúa atkvæðagreiðslur þannig að það er ýmislegt sem verður auðvitað að taka tillit til í þinghaldinu. Mér er algerlega ljóst hjá hæstv. forseta að ekkert er hægt í því að gera að taka fyrir mál aftur sem búið er að renna hér í gegn. En hér er eingöngu verið að fara fram á að hlutirnir geti gengið, mér liggur við að segja eðlilega fyrir sig. Auðvitað má segja að viðkomandi þingmenn sem í hlut eiga hefðu átt að láta vita en ég áttaði mig ekki á því að hér færu í gegn tíu mál á 10 mínútum.