Bifreiðagjald

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 11:34:27 (6261)

1997-05-13 11:34:27# 121. lþ. 123.35 fundur 550. mál: #A bifreiðagjald# (hámarksfjárhæð gjalds) frv., Frsm. VE (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[11:34]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli hér fyrir nál. um frv. til laga um breytingu á lögum um bifreiðagjald, með síðari breytingum.

Nefndin hefur fjallað um málið. Það er samstaða í nefndinni um afgreiðslu á málinu með þeirri breytingu að í stað þess að hækka svokallað þak á bifreiðargjaldi, sem greitt er hálfsárslega, upp í 32.000 kr. úr rúmlega 18.000 kr. verði þakið 26.750 kr.

Ástæðan fyrir þessari breytingu er sú að mál þetta hefur verið undirbúið í samráði við fjmrn. Gerðir voru útreikningar á því hversu mikla hækkun þyrfti á þessu gjaldi til að vega upp á móti lækkun á vörugjaldi af vörubílum. Niðurstaðan varð sú að í stað þess að hækka þakið á gjaldinu upp í 32.000 kr. væri nægilegt að hækka það upp í 26.750 kr. Því er þessi breyting lögð til. Ég vil vekja athygli á því að öll efh.- og viðskn. stendur að málinu, bæði þessari hækkun á bifreiðargjaldinu og eins málinu um vörugjald af ökutækjum.