Vörugjald af olíu

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 11:36:13 (6262)

1997-05-13 11:36:13# 121. lþ. 123.36 fundur 612. mál: #A vörugjald af olíu# frv., Frsm. VE (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[11:36]

Frsm. (Vilhjálmur Egilsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til laga um breyting á lögum um breyting á lögum nr. 34/1995, um vörugjald af olíu, með síðari breytingum.

Þetta frv. er flutt af efh.- og viðskn. Það er aðeins tvær greinar. Sú fyrri kveður á um að í stað ártalsins ,,1998`` í 21. gr. laganna komi: 1999. Í öðru lagi er gildistökuákvæði frv.

Markmiðið með þessu máli er að fresta enn um sinn að tekið verði upp endurgreiðslukerfi á olíu sem er ekki til gjaldskyldra nota. Markmiðið er að taka upp sérstakt olíugjaldskerfi þar sem gjaldfrjáls olía er lituð.

Þetta mál hefur verið til umfjöllunar meira og minna í efh.- og viðskn. í nokkur ár. Niðurstaðan er sú að stefna að því að taka upp litunarkerfi í ársbyrjun 1999. Gengið er út frá því að fjmrh. muni í samráði við hagsmunaaðila vinnast tími til að skoða málið betur í sumar með tilliti til þeirra umsagna sem efh.- og viðskn. hafa borist. Nefndin gerir ráð fyrir að frv. verði lagt fram í haust sem geri ráð fyrir því að litun verði tekin upp 1. jan. 1999 og að allur sá tími sem þarf til undirbúnings að því máli verði nýttur þannig að hægt verði að taka upp hið nýja fyrirkomulag á sem allra hagkvæmastan hátt.

Efh.- og viðskn. stendur öll að þessu frv.