Kosningar til Alþingis

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 12:26:00 (6284)

1997-05-13 12:26:00# 121. lþ. 123.38 fundur 116. mál: #A kosningar til Alþingis# (atkvæðagreiðsla erlendis) frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[12:26]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held ég hafi ítrekað svona sex sinnum við formann allshn. beiðni um að taka tillögu mína um kynferðislega áreitni á dagskrá. Hún var aldrei tekin á dagskrá. Hvað segir formaðurinn við því? Hvers vegna var hún ekki tekin á dagskrá? Frv. um breytingu á lögum um kynferðislega áreitni, sem er allt annað mál, var einu sinni tekið til að vísa því til umsagnar. Tillagan var aldrei tekin á dagskrá þrátt fyrir ítrekaða beiðni.