Þjóðminjalög

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 14:14:34 (6309)

1997-05-13 14:14:34# 121. lþ. 123.43 fundur 502. mál: #A þjóðminjalög# (stjórnskipulag o.fl.) frv., SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[14:14]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Herra forseti. Ég vildi spyrja hv. frsm. menntmn. hvort nefndin hafi sérstaklega skoðað athugasemdir sem komið hafa frá safnvörðum sem starfa við hin einstöku byggðasöfn víða um landið og þær athugasemdir sem þeir safnverðir hafa gert varðandi þá safnaðstöðu sem þetta nýja skipulag þjóðminjavörslu virðist skapa þeim.

Ég hef orðið við það, og sjálfsagt fleiri hv. þm., að minjaverðir og safnverðir með fullgilda menntun sem fornleifafræðingar telja að það skipulag sem verið er að koma á hér kunni að stofna starfsemi þeirra í hættu og kunni að koma í veg fyrir að þeir geti staðið að eðlilegum rannsóknum á fornminjum á sínu eigin svæði. Mér er líka kunnugt um dæmi um það að þjóðminjavörður sendi til rannsóknastarfa sem þeir hafa fyrirhugað, fólk sem ekki hefur lokið þeim prófgráðum sem safnverðir úti á landi hafa lokið í þjóðminjafræðum. Ég vildi gjarnan fá upplýst frá formanni nefndarinnar hvort þessar athugasemdir hafi verið skoðaðar og hver afstaða nefndarinnar sé til þeirra.