Þjóðminjalög

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 14:19:38 (6312)

1997-05-13 14:19:38# 121. lþ. 123.43 fundur 502. mál: #A þjóðminjalög# (stjórnskipulag o.fl.) frv., Frsm. SAÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[14:19]

Frsm. menntmn. (Sigríður A. Þórðardóttir) (andsvar):

Herra forseti. Nei, ég mun ekki gera ráðstafanir til þess að kalla sérstaklega eftir því að fá reglugerðina til umsagnar. Hins vegar gæti það vel orðið þannig að málið kæmi til umræðu í þinginu eða að menn yrðu síðan ósáttir við efni reglugerðarinnar. En ég sem formaður menntmn. mun ekki óska eftir því að fá reglugerðina til umsagnar. Ég tel hins vegar að þeir árekstrar og það sem hv. þm. Sighvatur Björgvinsson gerði að umtalsefni séu atriði sem hafa lengi verið í ólagi. góðu lagi. Þessi lagabreyting sem hér er á ferðinni finnst mér ekki snerta það mál neitt sérstaklega. Þetta er miklu eldra mál. Það hafa verið árekstrar þarna á milli sem eiga sér í raun og veru langa sögu.