Lögræðislög

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 15:13:06 (6321)

1997-05-13 15:13:06# 121. lþ. 123.40 fundur 410. mál: #A lögræðislög# (heildarlög) frv., ÁRÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[15:13]

Árni R. Árnason (andsvar):

Herra forseti. Mér er ljúft að nefna að hafi ég misskilið eitthvað í ræðu hv. formanns allshn. bið ég forláts á því, en þannig skildi ég þau orð hennar sem um ræddi. Hins vegar verð ég að geta þess að ég tel mig hafa sæmilega stundað störfin í allshn. en þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri þessa ábendingu um að það hafi valdið einhverjum erfiðleikum við flutning fjölskyldna á milli landa.

Ég heyrði hins vegar svar við spurningu þessa efnis til annarra aðila sem svöruðu því að þeir hefðu ekki orðið þess varir.