Lögræðislög

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 15:42:30 (6331)

1997-05-13 15:42:30# 121. lþ. 123.40 fundur 410. mál: #A lögræðislög# (heildarlög) frv., HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[15:42]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Fram hefur komið í umsögnum að það er afar sjaldgæft að svipta þurfi ungmenni 16--18 ára sjálfræði sínu. Það segir okkur að til þess hefur ekki þurft að koma og það segir í raun og veru það sem segja þarf um þetta. Satt að segja tel ég þessa niðurstöðu í hv. allshn. afar óheppilega fyrir samskipti barna og foreldra, barna og fullorðinna og ég hefði viljað sjá nálgunina með allt öðrum hætti.