Lánasjóður landbúnaðarins

Miðvikudaginn 14. maí 1997, kl. 10:57:55 (6438)

1997-05-14 10:57:55# 121. lþ. 124.10 fundur 424. mál: #A Lánasjóður landbúnaðarins# frv., Frsm. minni hluta LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur

[10:57]

Frsm. minni hluta landbn. (Lúðvík Bergvinsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það var rétt hjá hv. þm. að skilningur hans á málinu er lítill. Það er alveg hárrétt. Að bera það saman hér að bændur skuli standa undir fjármögnun á niðurgreiddum vöxtum með sjóðagjöldum og lánum til húsnæðismála ber nákvæmlega vott um það að skilningur hans á málinu er enginn. Hverjir standa undir fjármögnun húsnæðiskerfisins? (Gripið fram í: Það gerum við.) Eru það sérstakir fáir útvaldir eins og er um sjóðagjöld í landbúnaði? Hvers konar samanburður er þetta eiginlega? Ég frábið mér umræðu af þessu tagi hér í þinginu. Og það að halda því fram enn og aftur, sem virðist nú vera alfa og omega framsóknarmanna á Suðurlandi hvorum megin ég fór fram úr rúminu, ég fór alveg örugglega réttu megin fram úr rúminu, a.m.k. ef marka má og borið saman við þær orðræður sem þeir hafa sett hér fram. Nei, ég hvet hv. þm. Ísólf Gylfa Pálmason til þess að lesa þetta frv., kynna sér hvað að baki því stendur. Það held ég væri gríðarlega gott innlegg fyrir hann sjálfan til þess að öðlast þekkingu á því sem hér er til umræðu.