Sérákvæði laga er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 14. maí 1997, kl. 13:22:11 (6475)

1997-05-14 13:22:11# 121. lþ. 124.1 fundur 189. mál: #A sérákvæði laga er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# frv., SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur

[13:22]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Þar sem nú kemur til atkvæða það frv. sem hér um ræðir, starfsmannabandormurinn sem svo er nefndur, vil ég láta það koma fram að við stjórnarandstæðingar munum sitja hjá við flestar greinar þessa frv. en gerum athugasemdir við málið á þremur sviðum. Í fyrsta lagi þar sem um það er að ræða að ráðherrar skipi undirmenn forstöðumanna sem fyrst kemur fyrir í 86. gr. frv. Í öðru lagi þar sem samráð við stjórnir um mannahald er tekið út. Við erum andvíg því og greiðum atkvæði gegn þeim tillögum. Og í þriðja lagi þar sem um er að ræða takmarkaðan ráðningartíma undirmanna eins og gert er ráð fyrir í nokkrum greinum frv. Meginafstaða okkar er sem sagt sú að við greiðum atkvæði gegn allmörgum greinum en sitjum hjá við flestar greinar þess frv. sem nú hefst atkvæðagreiðsla um.