Sérákvæði laga er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 14. maí 1997, kl. 13:42:33 (6478)

1997-05-14 13:42:33# 121. lþ. 124.1 fundur 189. mál: #A sérákvæði laga er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# frv., ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur

[13:42]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Hér segir: ,,Forstjóri skal hafa lokið háskólaprófi.`` Í heilaskurðlækningum, í dönskum málvísindum, í guðfræði, í lögfræði, í verkfræði? Þessi dýrkun löggjafarsamkundunnar á háskólagráðum er farin að ganga algerlega út í öfgar. Það virðist ekki lengur vera hægt að koma saman nefnd sem í starfi sínu þarf að styðjast við lagatexta nema Alþingi krefjist þess ekki að í henni sitji a.m.k. einn hæstaréttarlögmaður, alla vega einn lögfræðingur, líkt eins og menn trúi því að allir aðrir séu ólæsir á lög, ef ekki þá bara ólæsir almennt. Það eru menn ekki fremur en að háskólamenntun tryggi góða stjórnunarhæfileika. Reyndar er stjórnun ekki kennd í flestum námsgreinum háskólans. Þess vegna er fráleitt að krefjast óskilgreindrar háskólamenntunar sem skilyrði fyrir því að einstaklingur geti gegnt stjórnunarstarfi hjá hinu opinbera.