Lögræðislög

Miðvikudaginn 14. maí 1997, kl. 14:36:07 (6489)

1997-05-14 14:36:07# 121. lþ. 124.2 fundur 410. mál: #A lögræðislög# (heildarlög) frv., KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur

[14:36]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Ég styð eindregið þessa tillögu. Með hækkun sjálfræðisaldurs í 18 ár mun takast að ná betur utan um vanda ákveðins hóps ungmenna sem alls ekki má gera lítið úr. Þessi breyting skiptir meginþorra unglinga litlu sem engu máli og hún er í samræmi við lög og barnasáttmála og samninga sem Íslendingar hafa fullgilt. Þessa dagana erum við einmitt að staðfesta á Alþingi lög um vinnutíma barna og ungmenna þannig að með þeim lögum verður nú lítið úr þeirri sjómennsku sem hæstv. samgrh. hefur svo miklar áhyggjur af. Hér er verið að stuðla að aukinni vernd barna og ungmenna og það er hið besta mál. Hæstv. forseti. Ég segi já.