Lögræðislög

Miðvikudaginn 14. maí 1997, kl. 14:45:20 (6497)

1997-05-14 14:45:20# 121. lþ. 124.2 fundur 410. mál: #A lögræðislög# (heildarlög) frv., ÁRÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur

[14:45]

Árni R. Árnason:

Herra forseti. Í umræðu um þessa tillögu hafa verið flutt fram ýmis rök, m.a. þau að við þurfum að samræma þessi ákvæði því sem er með öðrum þjóðum og að við hljótum að samræma þau ákvæðum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Um það hlýt ég að segja að meðan við erum þjóðfélag með öðrum háttum en grannþjóðir okkar þá er lítil ástæða til fullrar samræmingar. Meðan við erum ekki skuldbundin til breyta ákvæðum okkar laga í samræmi við ákvæði barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna tel ég ekki ástæðu til því okkar hefðir og lög eru eldri að þessu leyti. Við erum ekki skuldbundin til þess. Ég er þeirrar skoðunar, herra forseti, að þær fórnir sem hér um ræðir, sem eru réttindi uppvaxandi ungmenna, séu veigameiri en þessi rök fyrir þessum breytingum. Ég segi nei.