Lögræðislög

Miðvikudaginn 14. maí 1997, kl. 14:46:11 (6498)

1997-05-14 14:46:11# 121. lþ. 124.2 fundur 410. mál: #A lögræðislög# (heildarlög) frv., ÁJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur

[14:46]

Árni Johnsen:

Virðulegi forseti. Höfuðvandamál þeirra unglinga sem eiga við vanda að stríða eru í stórum stíl foreldrar en ekki unglingarnir sjálfir. Það er ástæða til þess að vekja meiri virðingu og ábyrgð meðal íslensks æskufólks. Ég treysti því í ríkari mæli en þessi tillaga boðar og segi nei.